Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. desember 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
Tekur Mancini við Man Utd?
Powerade
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu.
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu.
Mynd: EPA
Real Madrid vonast til að fá Rudiger.
Real Madrid vonast til að fá Rudiger.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleðilegan desembermánuð. Við teljum niður til jóla með því að skoða það helsta í slúðrinu. Mancini, Coutinho, Rudiger, Torres, Araujo, Bergwijn, Traore, Mahrez og fleiri í pakkanum í dag.

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Ítalíu, kemur til greina sem stjóri Manchester United næsta sumar. Þessi fyrrum stjóri Manchester City er sagður hafa áhuga ef ítalska liðið nær ekki að tryggja sér sæti á HM í Katar. (Telegraph)

Barcelona hefur boðið Manchester United tækifæri á að kaupa Brasilíumanninn Philippe Coutinho (29), fyrrum leikmann Liverpool. (Sport)

Real Madrid er bjartsýnt á möguleika sína á að semja við þýska miðvörðinn Antonio Rudiger (28) en samningur hans við Chelsea rennur út næsta sumar. (Goal)

Barcelona er með munnlegt samkomulag um kaup á Ferran Torres (21) frá Manchester City en vonast til að City lækki 60 milljóna punda verðmiðann. (Sport)

Chelsea og Liverpool hafa áhuga á úrúgvæska varnarmanninum Ronald Araujo (22) hjá Barcelona. (Sport)

Ajax vill fá hollenska framherjann Steven Bergwijn (24) lánaðan frá Tottenham. (De Telegraaf)

Brasilíski framherjinn Gabriel Barbosa (25) hjá Flamengo vill snúa aftur til Evrópu. Arsenal, West Ham og Newcastle hafa áhuga á leikmanninum sem spilaði með Inter og Benfica. (90min)

Möguleiki Chelsea á að fá franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (21) frá Mónakó hefur aukist eftir að Juventus dró sig úr samkeppninni um leikmanninn. (Calciomercato)

Manchester City hefur lagt aukna áherslu á að gera nýjan samning við alsírska vængmanninn Riyad Mahrez (30) en hann á átján mánuði eftir af núgildandi samningi. (Sun)

Jack Grealish (26), miðjumaður Manchester City, segist vonast til að snúa aftur til Aston Villa einn daginn. Hann segist ekki ætla að fagna ef hann skorar gegn sínu fyrrum félagi í kvöld. (Telegraph)

Burnley ætlar ekki að hleypa varnarmanninum James Tarkowski (29) frá sér í janúarglugganum. (Football Insider)

Brentford, Crystal Palace og Watford hafa áhuga á nígeríska miðjumanninum Joe Aribo (25) hjá Rangers. (Mail)

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að félagið sé ekki að plana nein janúarkaup en útilokar ekki að einhverjir leikmenn muni hverfa á braut. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner