Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
   fös 01. desember 2023 22:24
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Lætur skotið ríða af
Lætur skotið ríða af
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður og skoraði seinna mark Íslands í sigri á Wales í dag sem tryggði liðinu sæti í umspili um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Mér leið mjög vel þegar ég kom inn á. Mér fannst við vera með tök á leiknum. Það var geggjað að ná inn marki og sigla sigrinum heim," sagði Diljá Ýr.

Liðið átti erfitt með að halda í boltann en Diljá var spurð að því hvort hún hefði ekki viljað koma fyrr inn á.

„Maður er bara klár í það hlutverk sem manni er gefið. Um leið og ég kom inn á fanst mér við vera með tök á leiknum og ég var aldrei stressuð um neitt annað en að við myndum klára þetta," sagði Diljá.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti stórann þátt í báðum mörkum liðsins en hún átti frábæra sendingu á Diljá áður en hún skoraði með glæsilegu skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

„Þjálfararnir voru nýbúnir að öskra á mig að halda breiddinni. Svo kemur fyrsta mómentið sem ég geri það, ég og Karó höfum spilað oft saman og þekkjum hvor aðra vel. Hún sagði við mig áður að sendingin myndi koma og hún veit að ég er þarna, þetta var bara geggjað," sagði Diljá.

Diljá var búin að sjá þetta mark fyrir sér.

„Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður, mér finnst gaman að vera á vinstri kanntinum og fá boltann í hlaupinu og kötta inn á völlinn og skjóta. Ég var búin að sjá þetta fyrir mér í gærkvöldi og það virkaði í dag," sagði Diljá Ýr.

„Ég geri þetta mjög oft þegar ég leggst á koddann. Steini segir þetta mjög oft á fundum að við eigum að sjá fyrir okkur leikinn í hausnum. Ég tók nokkrar mínútur í gær og sá þetta fyrir mér."


Athugasemdir
banner
banner
banner