Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 01. desember 2023 22:24
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Kvenaboltinn
Lætur skotið ríða af
Lætur skotið ríða af
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður og skoraði seinna mark Íslands í sigri á Wales í dag sem tryggði liðinu sæti í umspili um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Mér leið mjög vel þegar ég kom inn á. Mér fannst við vera með tök á leiknum. Það var geggjað að ná inn marki og sigla sigrinum heim," sagði Diljá Ýr.

Liðið átti erfitt með að halda í boltann en Diljá var spurð að því hvort hún hefði ekki viljað koma fyrr inn á.

„Maður er bara klár í það hlutverk sem manni er gefið. Um leið og ég kom inn á fanst mér við vera með tök á leiknum og ég var aldrei stressuð um neitt annað en að við myndum klára þetta," sagði Diljá.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti stórann þátt í báðum mörkum liðsins en hún átti frábæra sendingu á Diljá áður en hún skoraði með glæsilegu skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

„Þjálfararnir voru nýbúnir að öskra á mig að halda breiddinni. Svo kemur fyrsta mómentið sem ég geri það, ég og Karó höfum spilað oft saman og þekkjum hvor aðra vel. Hún sagði við mig áður að sendingin myndi koma og hún veit að ég er þarna, þetta var bara geggjað," sagði Diljá.

Diljá var búin að sjá þetta mark fyrir sér.

„Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður, mér finnst gaman að vera á vinstri kanntinum og fá boltann í hlaupinu og kötta inn á völlinn og skjóta. Ég var búin að sjá þetta fyrir mér í gærkvöldi og það virkaði í dag," sagði Diljá Ýr.

„Ég geri þetta mjög oft þegar ég leggst á koddann. Steini segir þetta mjög oft á fundum að við eigum að sjá fyrir okkur leikinn í hausnum. Ég tók nokkrar mínútur í gær og sá þetta fyrir mér."


Athugasemdir
banner
banner