Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fös 01. desember 2023 22:24
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Kvenaboltinn
Lætur skotið ríða af
Lætur skotið ríða af
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður og skoraði seinna mark Íslands í sigri á Wales í dag sem tryggði liðinu sæti í umspili um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Mér leið mjög vel þegar ég kom inn á. Mér fannst við vera með tök á leiknum. Það var geggjað að ná inn marki og sigla sigrinum heim," sagði Diljá Ýr.

Liðið átti erfitt með að halda í boltann en Diljá var spurð að því hvort hún hefði ekki viljað koma fyrr inn á.

„Maður er bara klár í það hlutverk sem manni er gefið. Um leið og ég kom inn á fanst mér við vera með tök á leiknum og ég var aldrei stressuð um neitt annað en að við myndum klára þetta," sagði Diljá.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti stórann þátt í báðum mörkum liðsins en hún átti frábæra sendingu á Diljá áður en hún skoraði með glæsilegu skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

„Þjálfararnir voru nýbúnir að öskra á mig að halda breiddinni. Svo kemur fyrsta mómentið sem ég geri það, ég og Karó höfum spilað oft saman og þekkjum hvor aðra vel. Hún sagði við mig áður að sendingin myndi koma og hún veit að ég er þarna, þetta var bara geggjað," sagði Diljá.

Diljá var búin að sjá þetta mark fyrir sér.

„Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður, mér finnst gaman að vera á vinstri kanntinum og fá boltann í hlaupinu og kötta inn á völlinn og skjóta. Ég var búin að sjá þetta fyrir mér í gærkvöldi og það virkaði í dag," sagði Diljá Ýr.

„Ég geri þetta mjög oft þegar ég leggst á koddann. Steini segir þetta mjög oft á fundum að við eigum að sjá fyrir okkur leikinn í hausnum. Ég tók nokkrar mínútur í gær og sá þetta fyrir mér."


Athugasemdir
banner