Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 01. desember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk rautt eftir þrjátíu sekúndur í mikilvægum leik
Mynd: EPA

Úrslitaleikur suður amerísku Meistaradeildarinnar, Copa Libertadores, fór fram í gærkvöldi.


Tvö brasilísk félög mættust en það voru Atletico Mineiro og Botafogo.

Botafogo vann leikinn 3-1 en Þrítugi miðjumaðurinn Gregore gerði sínum mönnum í Botafogo erfitt fyrir.

Hann fékk nefninlega rautt spjald eftir aðeins þrjátíu sekúndna leik fyrir að sparka í höfuðið á andstæðingi sínum í baráttunni um boltann.

Þrátt fyrir að vera manni færri var Botafogo 2-0 yfir í hálfleik. Atletico Mineiro minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en Botafogo gerði út um leikinn í uppbótatíma.

Sjáðu atvikið hér fyrir neðan


Athugasemdir
banner
banner
banner