Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. janúar 2020 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sendingamet hjá Liverpool - Frá því Opta hóf mælingar
Mynd: Getty Images
Liverpool setti ekki bara þann áfanga í kvöld að tapa ekki í heilt ár í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United og stjórnaði ferðinni allan tímann. Liverpool kláraði 874 sendingar og er það nýtt félagsmet í ensku úrvalsdeildinni - að minnsta kosti frá því Opta hóf mælingar.

Opta hefur verið með mælingar frá 2003/04 tímabilinu.

Manchester City er eina liðið sem hefur klárað fleiri sendingar frá því að mælingar hófust.

„Ég er ánægður og stoltur af strákunum. Við eigum ekki að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Það hvernig við stjórnuðum leiknum var glæsilegt. Við vorum góðir á boltanum, við vorum rólegir en líka líflegir. Mörkin sem við skoruðum voru framúrskarandi," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner