Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fim 02. janúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Þrír handteknir á leik Brighton og Chelsea
Þrír stuðningsmenn voru handteknir í stúkunni á leik Brighton og Chelsea í gær.

Um var að ræða tvo stuðningsmenn Brighton og einn stuðningsmann Chelsea.

Stuðningsmennirnir voru handteknir eftir þrjú mismunandi atvik og þeir eiga nú von á refsingu.

Annar af stuðningsmönnum Brighton var handtekinn fyrir kynþáttafordóma í garð leikmanna Chelsea.

Annar stuðningsmaður Brighton var handtekinn fyrir fordóma í garð samkynhneigðra og stuðningsmaður Chelsea var einnig handtekinn fyrir fordóma í garð samkynhneigðra.
Athugasemdir