City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mán 02. janúar 2023 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dominos gerði grín að Nunez - „Þessi var að byrja hjá okkur"
Mynd: EPA

Darwin Nunez hefur skorað níu mörk í 22 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum á þessari leiktíð.


Hann hefur svo sannarlega skapað sér færi en hann er sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem klikkar á flestum dauðafærum.

Hann komst í nokkur færi í kvöld þegar LIverpool tapaði 3-1 gegn Brentford. Honum tókst að skora úr einu þeirra en þá var hann dæmdur rangstæður.

Pizzastaðurinn Dominos í Bretlandi gerði grín af þessum 23 ára gamla Úrúgvæa eftir leik kvöldsins á Twitter.

„Afsakið ef við klikkuðum á einhverjum pöntunum í kvöld, þessi var að byrja hjá okkur," skrifaði Dominos á Twitter síðu sína og lét mynd af Nunez fylgja færslunni.


Athugasemdir
banner
banner