Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson gerði annað mark Bolton á þessu ári er liðið vann stórgóðan útisigur á Barnsley í ensku C-deildinni í dag.
Jón Daði gerði sitt þriðja deildarmark á tímabilinu er Bolton vann 0-3 sigur á Barnsley.
Hann var í byrjunarliði Bolton í leiknum en var tekinn af velli á 72. mínútu og núna er liðið komið upp fyrir Barnsley í fimmta sæti deildarinnar. Ef deildin myndi klárast núna þá færi Bolton í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Þá kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður þegar Burnley vann sigur gegn Swansea í ensku Championship-deildinni, 1-2 á útivelli.
Jóhann Berg kom inn á sem varamaður á 54. mínútu og hjálpaði sínu liði að landa sigrinum.
Burnley er í frábærum málum á toppi Championship-deildarinnar. Liðið er á góðri leið með að fara beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina undir stjórn Vincent Kompany. Aðeins var rætt um Burnley í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn sem má hlusta á hér fyrir neðan.
Athugasemdir