Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 02. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Toney mögulega klár í slaginn gegn Liverpool

Ivan Toney framherji Brentford gæti verið klár í slaginn gegn Liverpool í kvöld en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni kl. 17:30.


Hann var borinn af velli í uppbótartíma í 2-0 sigri liðsins gegn West Ham á föstudaginn. Thomas Frank stjóri liðsins hafði góðar fréttir að færa á fréttamannafundi í gær.

„Það eru góðar fréttir af Toney, þetta eru ekki alvarleg meiðsli. Hann gæti mögulega verið tilbúinn fyrir leikinn. Það er ekkert að hnénu á honum. Án þess að fara of mikið út í smáatriði þá er hefur þetta eitthvað með vöðvann að gera," sagði Frank.

„Sjúkraþjálfararnir útskýrðu þetta nánar en ég steingleymdi því. Ég er bara ánægður að þetta sé ekki alvarlegt."


Athugasemdir
banner
banner