Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero með umbúðir eftir leik - „Allt í lagi með mig"
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City, segir að meiðsli sem hann varð fyrir í 2-1 sigrinum gegn Aston Villa í úrslitaleik deildabikarsins í gær séu ekki alvarleg.

Aguero fór af velli undir lok leiksins og var með umbúðir á hné sínu í fagnaðarlátunum eftir leik.

Er hann var spurður út í meiðslin sagði hann þau hins vegar ekki vera alvarleg. „Það er allt í lagi með mig, ég fékk bara spark í hnéið. Það er allt í góðu," sagði Aguero, sem skoraði fyrra mark City í leiknum.

Hinn 31 árs gamli Aguero hefur á þessu tímabili gert 22 mörk í 28 keppnisleikjum fyrir City

Afar ólíklegt er að City vinni sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð, en liðið á enn möguleika í FA-bikarnum og Meistaradeildinni. Ætli liðið sér að vinna þær keppnir er mikilvægt að hafa Aguero heilann heilsu.
Athugasemdir
banner
banner