Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. mars 2023 09:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Sigurpáls missir af byrjun mótsins - „Var orðinn vel peppaður"
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Ari Sigurpálsson mun missa af byrjun Íslandsmótsins. Hann meiddist á æfingu hjá Víkingum á dögunum og var ekki með liðinu gegn Gróttu í Lengjubikarnum í gær.

„Þetta eru slæmar fréttir með Ara. Hann tognaði illa og verður örugglega frá í sex til átta vikur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir leikinn gegn Gróttu.

Þetta er gífurlega svekkjandi fyrir Víkinga, og auðvitað fyrir leikmanninn sjálfan.

„Hann var orðinn vel peppaður fyrir tímabilinu. Hann átti frábært tímabil í fyrra og var einn af betri kantmönnum deildarinnar. En það er lán í óláni að þetta eru sex til átta vikur frekar en þrír til fjórir mánuðir. Hann verður vonandi leikfær í byrjun maí og þá er sumarið bara rétt að byrja."

„Ég er mjög svekktur fyrir hans hönd," sagði Arnar jafnframt.

Danijel Dejan Djuric og Birnir Snær Ingason voru að spila á köntunum hjá Víkingi í gær.
Arnar: Sjaldan sem maður tekur eftir liði með jafnsterkt DNA
Athugasemdir
banner
banner