Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. mars 2023 17:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Ingi til Ham-Kam (Staðfest)
Mynd: HamKam
Norska félagið Ham-Kam, eða Hamarkameratene, hefur staðfest kaup sín á miðverðinum Brynjari Inga Bjarnasyni. Brynjar kemur til félagsins frá Vålerenga en bæði félög eru í efstu deild í Noregi.

Brynjar gekk í raðir Vålerenga fyrir síðasta tímabil en skrifar nú undir þriggja ára samning við Ham-Kam. Tímabilið í fyrra fór ekki nægilega vel hjá Brynjari en nú er hann kominn í nýtt lið og annað umhverfi.

„Ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir mig. Mér finnst vegferðin sem HamKam er á vera mjög spennandi og ég vil vera hluti af henni," sagði Brynjar við undirskrift.

„Ég er nútíma miðvörður, sem er góður á boltanum og góður í loftinu. Mér finnst ég vera með góðan leiklestur og er einnig snöggur."

Þjálfari Ham-Kam, Jakob Michelsen, er mjög ánægður með komu Brynjars. „Við erum mjög ánægð að það tókst að fá Bjarnason til HamKam og við erum viss um að hann sé mikill liðsstyrkur. Hann er með góða hæð, snöggur og með góða eiginlega á boltanum sem hentar vel í okkar leikstíl," sagði þjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner