Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. mars 2023 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarliðin í El Clasico: Xavi gerir fimm breytingar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Real Madrid og Barcelona eigast við í stórleik kvöldsins á Spáni. El Clasico viðureignin fer fram á Santiago Bernabeu en seinni leikurinn verður spilaður á Camp Nou í byrjun apríl.


Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og gerir Carlo Ancelotti tvær breytingar frá 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid um síðustu helgi.

Eduardo Camavinga og Luka Modric koma inn í byrjunarliðið fyrir Dani Ceballos og Marco Asensio.

Barcelona hefur tapað tveimur leikjum í röð og gerir Xavi fimm breytingar frá óvæntu tapi gegn Almeria í síðustu umferð deildartímabilsins. Hann skiptir allri varnarlínunni út og þá kemur Raphinha inn í liðið fyrir meiddan Robert Lewandowski.

Ousmane Dembele og Pedri eru einnig á meiðslalista Börsunga á meðan Real Madrid er án Ferland Mendy og David Alaba.

Liðin eigast við í undanúrslitum og mæta annað hvort spútnik liði Osasuna eða Athletic Bilbao í úrslitaleiknum.

Síðasti El Clasico slagur var 15. janúar þegar Barcelona vann flottan sigur í úrslitaleik Ofurbikarsins. Real er með sama lið og í því tapi, að undanskildum Nacho Fernandez sem tekur stöðu Ferland Mendy í vinstri bakverði í fjarveru David Alaba.

Barca er með sex leikmenn sem spiluðu úrslitaleikinn í byrjunarliðinu í kvöld.

Real Madrid: Courtois, Carvajal, Militao, Rudiger, Fernandez, Modric, Camavinga, Kroos, Valverde, Vinicius Jr, Benzema

Barcelona: Ter Stegen, Araujo, Kounde, Alonso, Balde, Kessie, Busquets, De Jong, Gavi, Raphinha, Torres


Athugasemdir
banner
banner
banner