Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. mars 2023 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Danilo framlengir við Juventus
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Brasilíski varnarmaðurinn Danilo er búinn að framlengja samning sinn við ítölsku risana í Juventus út næstu tvö tímabil með möguleika á eins árs framlengingu.


Danilo er hægri bakvörður að upplagi en er afar fjölhæfur fótboltamaður og getur leikið í öllum stöðum í vörninni og hefur einnig verið notaður á miðjunni.

Hann verður 32 ára í sumar en Massimiliano Allegri og stjórn Juve treysta honum til þess að vera lykilmaður í hjarta varnarinnar næstu árin.

Danilo, sem á 49 landsleiki að baki fyrir Brasilíu, gekk í raðir Juve sumarið 2019 eftir að hafa áður verið á mála hjá Real Madrid og Manchester City.

Danilo hefur spilað tæplega 150 leiki fyrir Juve og er kominn með 33 á yfirstandandi tímabili. Hann hefur verið sérstaklega öflugur í Serie A þar sem hann á þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í 24 leikjum.


Athugasemdir
banner