fim 02. mars 2023 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
De Gea gæti farið frítt ef samkomulag næst ekki
De Gea hefur haldið hreinu í 140 af 401 úrvalsdeildarleik sem hann hefur spilað.
De Gea hefur haldið hreinu í 140 af 401 úrvalsdeildarleik sem hann hefur spilað.
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United hafi ákveðið að virkja ekki eins árs framlengingu á núverandi samningi David de Gea við félagið.


De Gea er 32 ára gamall og bætti á dögunum met Peter Schmeichel þegar hann hélt hreinu í leik númer 181, sem var jafnframt úrslitaleikur deildabikarsins.

Man Utd virkjaði ekki framlenginguna við De Gea vegna þess að félagið telur sig geta samið við markvörðinn um nýjan samning á öðrum kjörum.

Þar vilja Rauðu djöflarnir lækka himinhá laun De Gea, sem er sagður vera tilbúinn til að taka á sig launalækkun til að vera áfram aðalmarkvörður félagsins.

Nái aðilar ekki samkomulagi gæti De Gea yfirgefið Man Utd á frjálsri sölu í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner