Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 12:40
Elvar Geir Magnússon
Eiginkona Hakimi yfirgefur hann eftir ásakanir um nauðgun
Achraf Hakimi leikmaður Paris Saint-Germain og landsliðs Marokkó er að skilja við eiginkonu sína, spænsku leikkonuna Hiba Abouk, samkvæmt fréttum frá Frakklandi.

Abouk er spænsk leikkona en hún og Hakimi eiga saman tvo syni.

Þessar fréttir koma í kjölfarið á því að Hakimi er sakaður um að hafa nauðgað 23 ára konu sem heimsótti hann á meðan Abouk var í fríi í Dúbaí með syni þeirra.

Hakimi hefur neitað þessum ásökunum og hefur stuðning frá PSG í málinu. Franska lögreglan er með málið í rannsókn en Hakimi er sagður hafa boðið konunni heim til sín og borgaði fyrir Uber bíl sem skutlaði henni til hans. Meint atvik átti sér stað núna á laugardagskvöldið 25. febrúar á heimili Hakimi.

„Þessar ásakanir eru ekki á rökum reistar. Hann er rólegur," segir Fanny Colin, lögmaður Hakimi.

Hakimi er 24 ára og fæddist í Madríd. Hann er sem stendur á meiðslalistanum og var ekki með PSG í 3-0 sigri gegn Marseille síðasta sunnudag.
Athugasemdir
banner