Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. mars 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einn af aðstoðarmönnum Ten Hag ráðinn aðstoðarþjálfari Wales
Mynd: Getty Images
Eric Ramsay, sem ráðinn var til Manchester United árið 2021 sem sérfræðingur í föstum leikatriðum, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari velska landsliðsins.

Ramsay er 31 árs og mun hann sinna starfi sínu hjá Wales samhliða starfi sínu hjá United. Hans fyrsta verkefni með velska liðinu verður í undankeppni EM núna seinna í mars. Þá mætir liðið Króatíu og Lettlandi.

Hann er velskur ríkissborgari og uppalinn í Llanfyllin. Hann er sagður spenntur fyrir nýja starfinu. Rob Page, landsliðsþjálfari Wales, talar mjög vel um Ramsay og segir hann einn besta unga þjálfara í heiminum.

United segir þetta jákvætt skref fyrir Ramsay sem muni hjálpa honum að fá alþjóðlega reynslu og geti sýnt hversu öflugur þjálfari hann er.
Athugasemdir
banner
banner