Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 02. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekki gerst síðan Sir Alex Ferguson var við stjórnvölinn
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Manchester United vann 30. leik sinn á tímabilinu og það í aðeins 41 leik er það sigraði West Ham United, 3-1, í fimmtu umferð enska bikarsins í gær.

Það er allt annað að sjá lið Man Utd síðan Erik ten Hag tók við síðasta sumar en sjálfstraustið geislar af leikmönnum liðsins og virðast fáir eiga roð í þá.

Liðið lenti undir á Old Trafford í gær en United kom til baka og gerði síðan út um leikinn undir lok hans.

Síðan Ten Hag tók við hefur verið allt annar bragur á liðinu og var sigurinn í gær sá þrítugasti á tímabilinu og það í aðeins 41 leik, en aðeins einn stjóri í sögu félagsins hefur afrekað það.

Sir Alex Ferguson náði í 30 sigra í fyrstu 40 leikjum sínum tvisvar, tímabilin 2006-2007 og 2012-2013. Í bæði skiptin vann liðið ensku úrvalsdeildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner