Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 02. mars 2023 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ellefu ungir í Kára og tveir eldri snúa heim (Staðfest)
Marinó Hilmar er mættur aftur í Kára.
Marinó Hilmar er mættur aftur í Kára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári hefur verið að þétta raðirnar fyrir komandi átök í 3. deildinni í sumar. Ellefu leikmenn sem fæddir eru á árunum 2001-2006 hafa fengið félagaskipti til Kára og þá hafa tveir eldri leikmenn snúið aftur heim á Akranes.

Það eru þeir Sverrir Mar Smárason, þáttarstjórnandi Ástríðunnar, og Marinó Hilmar Ásgeirsson. Sverrir kemur eftir tvö ár hjá ÍH og Marinó kemur eftir eitt tímabil með Kórdrengjum. „Sverrir sem er á 28 aldursári hefur spilað samtals 105 deildarleiki á vegum KSÍ og það allt frá 1. deild til 4. deildar, en af þessum 105 deildarleikjum hefur hann spilað 80 leiki fyrir Kára. Sverrir hefur mikla og góða reynslu og mun passa vel inn í góða blöndu Kára af ungum efnilegum leikmönnum og eldri og reyndari leikmönnum," segir í tilkynningu Kára um komu Sverris.

Marinó er sóknarsinnaður miðjumaður sem kom við sögu í níu leikjum í Lengjudeildinni.

Einn af ungu leikmönnunum sem kominn er í Kára er Logi Mar Hjaltested sem kemur á láni frá ÍA. „Logi á nokkra unglingalandsliðsleiki með Íslandi og hefur undanfarin ár æft með Meistaraflokki ÍA," segir í tilkynningu Kára.

Hinir leikmennirnu eru: Bjarki Rúnar Ívarsson (frá Skallagrími, 2002), Björn Darri Ásmundsson (frá ÍA, 2006), Elís
Dofri G Gylfason (frá Skallagrími, 2001), Gabriel Þór Þórðarson (frá ÍA á láni, 2004), Gísli Fannar Ottesen (frá Skallagrími, 2005), Helgi Rafn Bergþórsson (frá Skallagrími, 2003), Hilmar Elís Hilmarsson (frá ÍA á láni, 2003), Sigurjón Logi Bergþórsson (frá Skallagrími, 2001), Steindór Mar Gunnarsson (frá Skallagrími, 2002), Sveinn Svavar Hallgrímsson (frá ÍA, 2006) og Tómas Týr Tómasson (frá ÍA, 2006)
Athugasemdir
banner