Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 10:09
Elvar Geir Magnússon
Enrique og Zidane orðaðir við Chelsea
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar segja að Luis Enrique og Zinedine Zidane séu efstir á blaði hjá Chelsea ef Graham Potter verður rekinn.

Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum undir stjórn Potter og sóknarleikur liðsins verið ótrúlega bitlaus. Félagið eyddi 300 milljónum punda í nýja leikmenn í janúar.

Potter hefur fengið stuðning frá eigandanum Todd Boehly og talað um að næstu tveir leikir, gegn Leeds og Borussia Dortmund, gætu ráðið framtíð hans.

Undir stjórn Potter hefur Chelsea aðeins unnið níu af 26 leikjum sínum.

Enrique hefur verið án starfs síðan hann hætti sem landsliðsþjálfari Spánar eftir tap gegn Marokkó í 16-liða úrslitum HM á síðasta ári.

Zidane vann Meistaradeildina þrisvar sem stjóri Real Madrid en hefur verið að bíða eftir rétta starfinu síðan seinna stjóratímabili hans hjá spænska stórliðinu lauk í maí 2021.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner