Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. mars 2023 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fyrir mér er hann besti ungi leikmaðurinn í þessari deild"
Lengjudeildin
Andi Hoti hér til vinstri. Með honum á myndinni er Róbert Quental Árnason.
Andi Hoti hér til vinstri. Með honum á myndinni er Róbert Quental Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Miðvörðurinn Andi Hoti mun spila með uppeldisfélagi sínu, Leikni, í sumar eftir að hafa leikið með Aftureldingu og Þrótti á láni undanfarin tvö tímabil.

Andi er á tuttugasta aldursári en hann þykir gríðarlega efnilegur hafsent. Hann á að baki sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands en þeir voru allir með U19 landsliðinu. Hann er núna í U21 æfingahóp.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag en hann segir að Andi sé besti ungi leikmaður Lengjudeildarinnar.

„Andi Hoti er að koma til baka eftir að hafa fengið tvö tímabil í meistaraflokki. Hann er unglingalandsliðsmaður og fyrir mér er hann besti ungi leikmaðurinn í þessari deild," sagði Sigurður í þættinum.

„Hann gæti verið einn besti hafsent deildarinnar í sumar," bætti Sigurður við.

Leikni var spáð þriðja sæti í ótímabæru spánni fyrir Lengjudeildina í útvarpsþættinum. „Ég er rosalega spenntur fyrir því sem er í gangi þarna."

Hægt er að hlusta á umræðuna úr útvarpsþættinum í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra Lengjuspáin
Athugasemdir
banner