Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. mars 2023 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ham-Kam að kaupa Brynjar Inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason er samkvæmt heimildum norskra fjölmiðla einungis læknisskoðun frá því að ganga í raðir Ham-Kam í Noregi. Brynjar er í dag leikmaður Vålerenga en hann virðist vera á förum frá félaginu.

Brynjar kom til Vålerenga frá Lecce fyrir tímabilið 2022, var byrjunarliðsmaður í upphafi tímabilsins en missti svo sæti sitt bæði hjá Vålerenga og hjá landsliðinu. Hann fékk kórónuveiruna og hefur talað um að sá tími hafi tekið á andlega.

Hann kom inn í liðið aftur undir lok tímabilsins og hefur spilað nokkuð stórt hlutverk á undirbúningstímabilinu. Allt stefnir þó í að hann spili annars staðar tímabilið 2023 því Ham-Kam, sem er eins og Vålerenga í efstu deild, er að kaupa hann frá Vålerenga.

Brynjar er 23 ára miðvörður sem uppalinn er hjá KA. Hann var sumarið 2021 keyptur til Lecce á Ítalíu en seldur til Vålerenga hálfu ári seinna. Sumarið 2021 spilaði hann sína fyrstu landsleiki og á alls fjórtán slíka að baki.

Deildarkeppnin í Noregi hefst eftir fimm vikur. Á síðasta tímabili endaði Ham-Kam í 13. sæti af 16 liðum en Vålernga endaði í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner