Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. mars 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Nágrannaslagur á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lengjubikarinn heldur áfram að rúlla í dag og fáum við þrjá leiki í A-deildinni en Valur getur unnið fjórða leik sinn í röð er HK kemur í heimsókn á Hlíðarenda.

Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa á meðan HK hefur unnið tvo og tapað einum. Liðin eigast við klukkan 19:15 á Origo-vellinum.

Í riðli 3 mætast Stjarnan og Fram á Samsung-vellinum. Stærsti leikur dagsins er leikur KA og Þórs á Greifavelli en sá leikur hefst klukkan 17:30. Bæði lið spila í riðli 4.

Leikir dagsins:

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
19:15 Valur-HK (Origo völlurinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
19:00 Stjarnan-Fram (Samsungvöllurinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
17:30 KA-Þór (Greifavöllurinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
20:00 Kári-Reynir S. (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
20:00 SR-KFK (Þróttheimar)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 6
19:00 Álftanes-Stokkseyri (OnePlus völlurinn)
20:00 Vængir Júpiters-RB (Fjölnisvöllur - Gervigras)
Athugasemdir
banner
banner