Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Keane harðorður í garð Rice - „Held að ég viti hvað ég er að tala um"
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Declan Rice mun að öllum líkindum yfirgefa West Ham eftir þetta tímabil en Roy Keane, sparkspekingur á ITV, segir að hann þurfi að sýna miklu meira til að komast í byrjunarliðið hjá stóru félagi.

Rice hefur verið einn af betri miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar síðust ár og verið með West Ham á herðum sér en Keane er ekki sannfærður.

„Rice verður að einbeita sér að West Ham núna og til loka tímabilsins. Mér finnst hann ekki hafa verið frábær á þessu tímabili og hefur í raun ekki komið sér í gang,“ sagði Keane.

„Miðað við alla þessa umræðu um hann þá held ég að West Ham sé mjög gott í að selja hugmyndina um hvað hann leggur mikið á sig en mér finnst hann þurfa gera meira. Hann skorar ekki nógu mikið af mörkum og fær ekki nógu margar stoðsendingar,“ sagði Keane og voru viðbrögð kollega hans, Ian Wright, einfaldlega „Vá!“ , en Keane var fljótur að svara því.

„Ertu ósammála? Það er gott. Ég vona að þú sért ósammála því ég held að ég viti hvað ég er að tala um. Ég spilaði á miðjunni,“ sagði Keane enn fremur.

Rice hefur átt betri tímabil með West Ham en hann hefur einnig verið frábær á miðjunni hjá enska landsliðinu. Talið er að Arsenal, Chelsea og Manchester United ætli öll í baráttuna um hann í sumar en þau gætu þurft að borga um 100 milljónir punda til að hreppa hann.

„Mér finnst hann þurfa að gera miklu meira. Ég er alveg mikill aðdáandi hans og hann mætir í hverri einustu viku og er í formi, en ég vil aðeins meira frá honum. Það er talað um það að hann fari í sumar fyrir mikinn pening og að hann sé á leið í eitt af stóru félögunum sem mun berjast um titla og spila í Meistaradeildinni en hann þarf að gera miklu meira. Það er svo einfalt.“

„Stundum horfi ég á leiki með West Ham og ég er ekki að segja að hann sé að spila illa en stundum er hann bara að senda til hliðar, aftur eða velja auðveldu leiðina. Hann þarf að mikið meira til að samsvara því sem bestu miðjumenn landsins eru að gera,“
sagði Keane í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner