Það fóru þrír leikir fram í C-deild Lengjubikarsins í kvöld þar sem KFK rúllaði yfir Skautafélag Reykjavíkur í riðli 4.
Brynjar Jónasson var atkvæðamestur með tvennu í fimm marka sigri KFK sem fer gífurlega vel af stað og er með markatöluna 11-2 eftir tvær umferðir.
SR er án stiga eftir að sigur liðsins í fyrstu umferð var dæmdur ógildur. SR var þess í stað dæmt tap fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni.
Vængir Júpíters lögðu þá RB að velli eftir dramatíska endurkomu á lokakaflanum. RB tók forystuna í tvígang og leiddi þar til á 82. mínútu þegar heimamenn sneru stöðunni við og skópu endurkomusigur.
Í sama riðli bar Álftanes sigur úr býtum gegn Stokkseyri. Álftanes og Vængir Júpíters deila því toppsæti riðils 6 með sex stig eftir tvær umferðir.
SR 0 - 5 KFK
0-1 Brynjar Jónasson ('39)
0-2 Patrekur Hafliði Búason ('42)
0-3 Brynjar Jónasson ('45)
0-4 Jamal Michael Jack ('76)
0-5 Stefán Ómar Magnússon ('93)
Vængir Júpiters 3 - 2 RB
0-1 Paulo Ippolito ('14 )
1-1 Aron Heimisson ('19 )
1-2 Slawomir Jaworski ('36 )
2-2 Kristófer Dagur Arnarsson ('82 )
3-2 Ayyoub Anes Anbari ('90 )
Álftanes 1 - 0 Stokkseyri