Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. mars 2023 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mac Allister býst við að Messi spili á næsta HM
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Alexis Mac Allister, miðjumaður Brighton og argentínska landsliðsins, segir að það kæmi sér ekki á óvart ef Lionel Messi væri enn í argentínska landsliðinu á næsta heimsmeistaramóti.


35 ára gamall Messi leiddi Argentínu til sigurs á HM í Katar í vetur og hefur verið í miklu stuði með franska stórveldinu Paris Saint-Germain á tímabilinu.

Messi verður í kringum 39 ára aldur þegar næsta heimsmeistaramót ber að garði og eru ekki margir sem búast við að hann verði enn liðtækur landsliðsmaður þá. Mac Allister er einn af þeim.

„Við vonum að hann haldi áfram með okkur, mér finnst augljóst að Messi getur spilað fótbolta og verið bestur í heimi til 40 eða 45 ára aldurs. Hann er sú tegund af leikmanni. Við erum meira en tilbúnir til að hlaupa fyrir hann. Hann er í fullkomnu líkamsástandi til að halda áfram að spila þó hann hafi ekki lengur sömu snerpu eða hlaupagetu og áður," segir bjartsýnn Mac Allister.

„Hann er topp atvinnumaður sem talar ekki mikið nema það sé fótboltatengt. Hann gefur liðsfélögunum mikilvæg ráð og gerir leikmenn í kringum sig betri."

Messi á í heildina 98 mörk í 172 landsleikjum með Argentínu.

Hann er 24 leikjum frá leikjameti Cristiano Ronaldo, sem á 118 mörk í 196 landsleikjum.


Athugasemdir
banner