Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd bætist í kapphlaupið um Romeo Lavia
Romeo Lavia, miðjumaður Southampton, er mjög svo eftirsóttur fyrir sumarið sem er framundan.

Lavia var keyptur til Southampton frá Manchester City fyrir 14 milljónir punda síðasta sumar.

Lavia hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði Dýrlingana á þessu tímabili en liðið er sem stendur á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Þessi 19 ára gamli leikmaður kom upp úr akademíu Man City en samkvæmt Daily Mail hafa Arsenal, Chelsea og Manchester United öll áhuga á því að kaupa hann í sumar.

City samdi við Southampton um að geta keypt hann aftur næsta sumar fyrir 40 milljónir punda, en sú klásúla virkjast ekki fyrr sumarið 2024. Dyrnar eru því opnar fyrir önnur félög í sumar.
Athugasemdir
banner