Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. mars 2023 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margrét Lea og Birgitta Hallgríms í Gróttu (Staðfest)
Margrét gengin í raðir Gróttu.
Margrét gengin í raðir Gróttu.
Mynd: Grótta
Grótta tilkynnti í dag að Margrét Lea Gísladóttir hefði skrifað undir samning við félagið. Hún er fædd árið 2005, er uppalin hjá Breiðabliki og kemur á láni til Gróttu út tímabilið 2023.

Hún lék tímabilin 2020 og 2021 með Augnabliki en varð fyrir því óláni að slíta krossbandi fyrir rúmu ári síðan og spilaði því ekki á síðasta tímabili. Hún á að baki sex leiki með U16 og U17 landsliðum Íslands.

Pétur Rögnvaldsson, þjálfari Gróttu, fagnar því að Margrét Lea hafi samið við Gróttu: „Við erum gífurlega ánægð með komu Margrétar til Gróttu. Margrét er hæfileikaríkur miðjumaður sem styrkir Gróttu liðið mikið fyrir komandi átök. Margrét er langt komin að vinna sig tilbaka inná fótboltavöllinn eftir erfið meiðsli, þannig við erum bara spennt að fá að klára það endurhæfingarferli með henni og fá að sjá hana í bláu á komandi vikum og mánuðum."

Í lok síðustu viku tilkynnti félagið að Birgitta Hallgrímsdóttir væri búin að skrifa undir hjá félaginu. Birgitta er 24 ára sóknarmaður sem kemur til Gróttu frá Grindavík. Birgitta er uppalin í Keflavík og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Keflavík árið 2014, þá 16 ára. Hún hefur á sínum meistaraflokksferli spilað með Keflavík, Aftureldingu, Grindavík og Haukum og á að baki 94 keppnisleiki í meistaraflokki, þar af ellefu í efstu deild og 58 í næstefstu.

Grótta fór síðasta sumar upp úr 2. deild og verður því í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner