Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. mars 2023 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistararnir berjast við toppliðið um Rice - Karius til Inter?
Powerade
Declan Rice, fyrirliði West Ham.
Declan Rice, fyrirliði West Ham.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique er orðaður við Chelsea.
Luis Enrique er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Karius er óvænt orðaður við Inter.
Karius er óvænt orðaður við Inter.
Mynd: Getty Images
Það kennir ýmissa grasa í áhugaverðum slúðurpakka í dag. Rice, Silva, Aouar, Kvaratskhelia, Karius eru meðal nafna í pakka dagsins.

Manchester City hefur blandað sér í baráttuna um miðjumanninn Declan Rice (25). Talið er líklegt að Rice sé á förum frá West Ham í sumar en hann gæti kostað allt að 100 milljónir punda. (Teamtalk)

Rice er helsta skotmark Arsenal á leikmannamarkaðnum í sumar. (Times)

Real Madrid er að fylgjast með Bruno Guimaraes (25), brasilískum miðjumanni Newcastle. (Mundo Deportivo)

Luis Enrique, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar, er orðaður við Chelsea en það er mikil pressa á Graham Potter. (Sport)

Framtíð Bernardo Silva (28) hjá Manchester City er í óvissu. Barcelona er að fylgjast vel með gangi mála og er tilbúið að láta til skarar skríða ef City leyfir honum að fara. (Sport)

Houssem Aouar (24) er búinn að samþykkja að ganga í raðir Eintracht Frankfurt í Þýskalandi þegar samningur hans hjá Lyon rennur út í sumar. (Express)

Napoli er að vonast til að endursemja við kantmanninn Khvicha Kvaratskhelia (22) til 2028. Leikmaðurinn er mjög eftirsóttur þar sem hann er að eiga frábært tímabil á Ítalíu. (Gazzetta dello Sport)

Inter Milan hefur áhuga á því að fá markvörðinn Loris Karius (29) frá Newcastle. (FC Inter News)

Steven Gerrard, fyrrum stjóri Aston Villa og Rangers, hefur óvænt vakið áhuga hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Christophe Galtier, núverandi stjóri PSG, er farinn að finna fyrir pressu í starfi. (Scottish Daily Express)

Umboðsmaður Raheem Sterling (28) segir að leikmaðurinn sé ekki að leitast eftir því að yfirgefa Chelsea í sumar en hann hefur verið orðaður við Arsenal. (Sky Sports)

Eric Maxim Choupo-Moting er búinn að samþykkja nýjan eins árs samning hjá Bayern München. Hann hafði verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en verður áfram í Þýskalandi. (Sky Sports í Þýskalandi)

West Ham hefur bæst við listann af félögum sem fylgist með Alex Scott (19), miðjumanni Bristol City. Hann er metinn á 25 milljónir punda og hefur einnig verið orðaður við Newcastle, Leeds, Tottenham og Úlfana. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner