Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho sagði fjórtán ára strákum að gera sér upp meiðsli
Það er gríðarlegur rígur á milli Lazio og Roma á Ítalíu, en þessa stundina er sagður ákveðinn hiti á milli félaganna í kjölfarið á hegðun Jose Mourinho.

Mourinho, sem er stjóri Roma, var mættur á U14 leik á milli félaganna og að sögn fjölmiðilsins Il Messaggero var hegðun hans ekki til fyrirmyndar.

Roma vann leikinn, en Lazio fékk vítaspyrnu seint í leiknum. Mourinho baulaði þegar ungur leikmaður Lazio fór á punktinn.

Í kjölfarið hvatti Mourinho svo unga leikmenn Roma til að eyða tíma með því að henda sér í jörðina og gera sér upp meiðsli. Þjálfari Lazio þurfti að benda honum á að þetta væri ekki viðeigandi hegðun á slíkum leik.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri og fengu ungir leikmenn Roma mynd með Mourinho í klefanum.
Athugasemdir
banner