Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 02. mars 2023 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Hávær mótmæli fyrir El Clasico
Mynd: EPA

Stuðningsmenn Real Madrid mótmæltu fyrir viðureign Real Madrid gegn Barcelona í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins fyrr í kvöld.


Þeir létu í sér heyra vegna mútuskandalsins þar sem útlit er fyrir að Barcelona hafi greitt Enriquez Negreira, fyrrum dómara og varaforseta spænska dómarasambandsins, umtalsverðar greiðslur yfir fleiri ár.

Joan Laporta, núverandi forseti Barcelona, er meðal þeirra sem sátu í forsetastól Barcelona þegar greiðslurnar bárust til Negreira í fortíðinni.

Stuðningsmenn Real eru ósáttir með að Barcelona sé ekki refsað fyrir þennan skandal og sýndu þeir reiði sína í kvöld. Þeir prentuðu út Joan Laporta peninga og dreyfðu þeim fyrir utan Santiago Bernabeu leikvanginn á meðan þeir létu heyra í sér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner