Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Osimhen: Held að allir leikmenn vilji spila í ensku úrvalsdeildinni
Victor Osimhen segist vera með einbeitingu á Napoli en gefur enskum úrvalsdeildarfélögum undir fótinn. Osimhen er markahæstur í ítölsku A-deildinni.

Osimhen hefur verið orðaður við enska boltann og Manchester Evening News greindi frá því í gær að hann sé efstur á óskalista Erik ten Hag fyrir sumarið.

Corriere della Sera spurði Osimhen hvort hann vilji spila í enska boltanum einn daginn?

„Ég held að það sé metnaður allra leikmanna. Kannski spila ég þar einn daginn en eina sem ég einbeiti mér að núna er Napoli. Ég er einbeittur á þetta tímabil sem hefur verið stórkostlegt," segir Osimhen.

Osimhen er 34 ára og er með 19 mörk úr 20 leikjum á tímabilinu. Þá stefnir Napoli hraðbyri að því að tryggja sér ítalska meistaratitilinn. Liðið hefur verið langbesta lið tímabilsins og er einnig í baráttunni í Meistaradeildinni.
Athugasemdir