Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. mars 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Pabbi Jassim ekki hrifinn af tilboðinu í Man Utd
Frá Doha í Katar.
Frá Doha í Katar.
Mynd: Getty Images
Pabbi Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani viðurkennir að hann sé ekki hrifinn af tilboði sonar síns í Manchester United. Jassim gerði 4,5 milljarða punda tilboð í United en breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe er einnig að reyna að eignast félagið.

Pabbinn, Sjeik Hamad bin Jassim Bin Jaber Al Thani, er fyrrum forsætisráðherra Katar og segist sjálfur ekki hafa neinn áhuga á fótbolta.

„Ég er ekki fótboltaáhugamaður og er ekki hrifinn þessari fjárfestingu. Kannski mun hún virka vel. Sumir sona minna eru hrifnir af þessu, þeir hafa rætt þetta við mig og setja mikinn þrýsting. En þetta er ekki mitt sérsvið," segir Sjeik Hamad sem lítur ekki á tilboðið í Manchester United sem auglýsingu fyrir Katar heldur sem fjárfestingu

Hann viðurkennir að hafa verið mótfallinn því í upphafi að Katar myndi halda HM 2022 en segist sjá það núna að það hafi verið jákvætt fyrir landið.

„Þetta hafði ýmis jákvæð áhrif, ekki bara það að setja Katar á kortið. Margir heimsóttu landið, margir úr viðskiptageiranum um allan heim. Þeir komu margir hverjir í fyrsta sinn og voru með fjölskyldur sínar með."
Athugasemdir
banner
banner