Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. mars 2023 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur var ekki með í gær - „Við verðum að fara varlega"
Lengjudeildin
Pétur Theódór Árnason.
Pétur Theódór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Pétur Theódór Árnason gekk í raðir Gróttu fyrr í þessari viku. Hann kemur til félagsins á láni frá Breiðablik út sumarið sem er framundan.

Pétur Theódór gekk í raðir Breiðabliks frá Gróttu í lok tímabilsins 2021 en sleit krossband í hné á æfingu 1. nóvember sama ár og náði aðeins einum leik með liðinu á síðustu leiktíð - þegar hann kom inná í lokin gegn Val í 2-5 sigri 22. október.

Hann reif svo liðþófa í hné síðastliðinn nóvember en hefur verið að ná sér af þeim meiðslum.

Pétur Theódór, sem er 27 ára gamall, skoraði 23 mörk í 21 leik með Gróttu í Lengjudeildinni sumarið 2021 auk þriggja bikarmarka. Hann er uppalinn hjá Gróttu og hefur leikið þar mestallan sinn feril.

Hann var ekki í hóp gegn Víkingum í Lengjubikarnum í gær, en það styttist í hann.

„Það er ekki nákvæm dagsetning á endurkomu hans. Við verðum að fara varlega og taka þetta frá degi til dags. Með svona meiðsli þarftu að fara varlega, en hann var að hlaupa í gær með Kristófer Melsteð sem sleit krossband á síðasta ári. Þeir eru byrjaðir að hlaupa aftur," sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu í gær og bætti við á léttu nótunum:

„Pétur hefur samt aldrei verið góður í því að hlaupa, hann er bara góður í að skalla. Hann verður bara að halda áfram að jafna sig og það verða allir hæstánægðir þegar hann snýr aftur á völlinn."

Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan.
„Það verður kannski hlegið af mér fyrir að segja þetta"
Athugasemdir
banner
banner