Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. mars 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Santos til Vasco þar til hann fær atvinnuleyfi (Staðfest)
Mynd: EPA

Brasilíski táningurinn Andrey Santos er orðinn leikmaður Chelsea en fær ekki atvinnuleyfi á Englandi.


Chelsea hefur því samþykkt að lána hann til uppeldisfélagsins Vasco da Gama endurgjaldslaust. Chelsea borgar laun leikmannsins gegn því að Vasco leyfi honum að taka þátt í HM U20 ára landsliða.

Santos er mikilvægur hlekkur í U20 landsliði Brasilíu og nægir að spila nokkra leiki á HM til að uppfylla þau skilyrði sem var ábótavant í umsókninni um atvinnuleyfi á Englandi. Chelsea lánar hann því aftur til Vasco svo að hann geti fengið atvinnuleyfi.

Santos er 18 ára gamall miðjumaður sem er öflugur bæði varnar- og sóknarlega. Hann er afar markheppinn og skoraði 6 mörk í 8 leikjum er U20 landsliðið vann Suður-Ameríkubikarinn á dögunum. Hann bar fyrirliðaband Brasilíu og var markahæsti leikmaður mótsins.


Athugasemdir
banner
banner