Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Sevilla hefur áhuga á Lindelöf
Eftir að Diego Carlos og Jules Kounde voru seldir síðasta sumar fékk spænska félagið Sevilla þá Marcao og Tanguy Nianzou til sín.

Félagið er ekki hætt að styrkja vörnina og vill fá Victor Lindelöf, sænska landsliðsmanninn hjá Manchester United.

Estadio Deportivo segir frá áhuga Sevilla á hinum 28 ára Lindelöf sem hefur verið notaður sem varaskeifa af Erik ten Hag.

Hann á rúmt ár eftir af samningi sínum og Monchi, íþróttastjóri Sevilla, vonast til að geta fengið hann á góðu verði.

Sevilla er í fjórtánda sæti spænsku deildarinnar, La Liga.
Athugasemdir
banner
banner