Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. mars 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurbergur Áki framlengir við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan tilkynnti í dag að Sigurbergur Áki Jörundsson væri búinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Hann er nú samningsbundinn út tímabilið 2025.

Beggi, eins og Sigurbergur er oft kallaður, er fæddur árið 2004 og á að baki tíu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann var hjá Gróttu á láni á síðasta tímabili, kom við sögu í nítján leikjum í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark.

„Hefur komið virkilega sterkur inn á þessu undirbúningstímabili þar sem hann hefur tekið þátt í síðustu 7 leikjum," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Hann hefur verið í U19 landsliðinu sem er á leið í milliriðla fyrir EM 2023 seinna í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner