Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sindri Snær og Acai í Árbæ (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnufélagið Árbær byrjaði göngu sína í íslenska deildakerfinu með látum í fyrra og flaug beint upp úr 4. deildinni.

Nú bíður Árbæingum erfið áskorun í 3. deildinni en þeir eru búnir að styrkja leikmannahópinn með nokkrum nýjum leikmönnum, alls hafa fjórtán leikmenn fengið félagaskipti í Árbæ.

Einn hefur hins vegar ekki fengið félagaskipti í gegn ena það er spænski varnarmaðurinn Acai Elvira sem kemur úr röðum Kormáks/Hvatar. Hann var hins vegar kvaddur á samfélagsmiðlum Kormáks/Hvatar og sagður á leið til Árbæjar. Þá hefur markvörðurinn Sindri Snær Vilhjálmsson, sem lék síðast fyrir Kórdrengi í Lengjudeildinni sumarið 2021, fengið félagsskipti til félagsins.

Sindri Snær er fæddur 2002 og lék fyrir yngri flokka FH og Breiðabliks áður en hann skipti yfir í Kórdrengi. Acai er fæddur 1991 og því á 32. aldursári.


Aðrir sem hafa fengið félagaskipti eru Þórður Guðjónsson (frá Álafossi), Sæmundur Óli Björnsson (frá Elliða), Sindri Þór Sigþórsson (frá Aftureldingu), Sigurður Karl Gunnarsson (frá Ými), Sigurður Agnar Br. Arnþórsson (frá Fjölni), Marteinn Guðjónsson (frá Álafossi), Ervist Pali (frá KH), Elmar Logi Þrándarson (á láni frá Víkingi R.), Carlos Javier Castellano (frá Einherja), Bjarki Sigfússon (frá Fylki), Ástþór Ingi Runólfsson (frá Létti), Andi Andri Morina (frá Ými) og Alfredo Ivan Arguello Sanabria (frá Hamri).

Athugasemdir
banner