Liverpool vann Wolves, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í gær en það kom upp eitt atvik sem hefur fengið talsverða athygli.
Darwin Nunez skoraði á 66. mínútu leiksins eftir að Diogo Jota braut sér leið í gegnum vörn Wolves áður en hann datt í grasið. Nunez var réttur maður á réttum stað og kom boltanum í markið.
Paul Tierney, dómari leiksins, hljóp að VAR-skjánum og eftir að hafa hugsað sig vandlega um tók hann markið af Liverpool. Jota virtist sparka í Max Kilman í aðdragandanum en það þykir þó umdeilt.
Þegar Jota tók sprettinn inn í teiginn mætti Nelson Semedo á ferðinni og ýtti við Jota sem féll á Kilman. Þegar endursýningin er skoðuð þá fer Jota með lappirnar í Kilman en var dómurinn réttur?
Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.
Sjáðu brotið og markið hjá Nunez
Athugasemdir