Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörkin: Tottenham og Southampton féllu óvænt úr leik
Cristian Stellini, aðstoðarstjóri Tottenham, segir að það sé engin eftirsjá yfir því að hafa byrjað með Harry Kane á bekknum í 1-0 tapinu gegn Sheffield United í FA-bikarnum í gær.

„Það er engin eftirsjá. Við horfum á stóra samhengið, við eigum marga leiki. Við þurfum að passa upp á okkar bestu leikmenn," sagði Stellini.

Sheffield United er í Championship-deildinni og úrslitin óvænt, en þó ekki eins óvænt og þegar D-deildarlið Grimsby vann Southampton sem er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar.

Hér að neðan má sjá mörkin:

Sheffield Utd 1 - 0 Tottenham
1-0 Iliman Ndiaye ('79 )



Southampton 1 - 2 Grimsby
0-1 Gavan Holohan ('45 , víti)
0-2 Gavan Holohan ('50 , víti)
1-2 Duje Caleta-Car ('65 )



Burnley 1 - 0 Fleetwood Town
1-0 Connor Roberts ('90 )


Athugasemdir