Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. mars 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Skotið á stórmarkað og Messi hótað
Messi með fjölskyldu sinni.
Messi með fjölskyldu sinni.
Mynd: EPA
Fjórtán byssuskotum var skotið á stórmarkað í Rosario í Argentínu og skilaboð skrifuð til Lionel Messi fyrir utan þar sem honum va hótað.

Stórmarkaðurinn er í eigu frænku Antonellu Roccuzzo, eiginkonu Messi. Samkvæmt fjölmiðlum mættu tveir vopnaðir menn á mótorhjólum fyrir utan markaðinn að næturlagi og skutu á hann.

Hótun til Messi var svo skrifuð með kolum.

„Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er eiturlyfjasali og hann mun ekki verja þig," var skrifað en Pablo Javkin er borgarstjóri Rosario.

Messi, sem spilar fyrir Paris Saint-Germain, fæddist í Rosario og á glæsivillu í úthverfi borgarinnar.

Talið er að skotmennirnir gætu verið að reyna að kúga fé frá Messi og málið er í rannsókn. Enginn slasaðist en matvörubúðin var lokuð þegar árásin var gerð.
Athugasemdir
banner
banner
banner