Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 02. mars 2023 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Spænski bikarinn: Barca vann á Bernabeu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Real Madrid 0 - 1 Barcelona
0-1 Eder Militao ('26, sjálfsmark)


Real Madrid og Barcelona áttust við í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld. Liðin mættust á Santiago Bernabeu og höfðu gestirnir frá Barcelona betur þökk sé sjálfsmarki Eder Militao á 26. mínútu.

Real var betra liðið í upphafi leiks en Börsungar svöruðu fyrir sig með marki og leiddu í leikhlé. Real var áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik en reyndi aldrei á Marc-Andre ter Stegen í marki gestanna, þess í stað voru það gestirnir sem komust nær því að skora.

Franck Kessie, sem átti stóran þátt í eina marki leiksins, átti gott skot úr miðjum vítateignum sem var á leiðinni í netið. Liðsfélagi hans, Ansu Fati, eyðilagði fyrir honum með því að fara fyrir skotið og stýra boltanum framhjá markinu af tveggja metra færi. Hefði Fati ekki skorist í leikinn væri staðan orðin 0-2.

Þetta reyndist besta færi leiksins og var ekki skorað meira. Lokatöur 0-1 og fer seinni leikurinn fram á Camp Nou, heimavelli Barcelona, í byrjun apríl. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner