Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 02. mars 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjórnarformanni Newcastle lýst sem sitjandi ráðherra í nýjum gögnum
Yasir al-Rumayyan
Yasir al-Rumayyan
Mynd: Getty Images
Mohamed Bin Salman, krónprinsinn af Sádí-Arabíu
Mohamed Bin Salman, krónprinsinn af Sádí-Arabíu
Mynd: Getty Images
Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, er lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í gögnum úr dómsmáli í Bandaríkjunum en það vekur upp spurningar varðandi eignarhald Newcastle United. Guardian og Independent greina frá.

Ríkissjóðurinn, PIF (Public Investment Fund), festi kaup á Newcastle United undir lok árs 2021 fyrir 300 milljónir punda eftir að enska úrvalsdeildin fékk það tryggt að ríkið væri aðskilið sjóðnum.

Ný gögn úr dómsmáli LIV Golf og PGA Tour í Bandaríkjunum stangast algjörlega á við það sem fullyrt var fyrir tveimur árum, það að ríkið kæmi ekki að rekstri félagsins.

Í þessu tiltekna dómsmáli er greint frá því að dómarinn hafi skipað PIF að afhenda gögn og að þá þyrfti al-Rumayyan að mæta fyrir dóm og bera vitni, en því var mótmælt af ríkissjóðnum í vinsamlegu bréfi og kom þar ýmislegt fram.

„Stefnan er óvenjulegt brot á fullveldi erlends ríkis og er ekki réttlætanlegt hér. PIF og ágætur Yasir Othman al-Rumayyan eru ekki venjulegir þriðju aðilar sem falla undir grunnstaðla um mikilvægi uppgötvunar. PIF er ríkissjóður úr konungsríki Sádi Arabíu og svo er þetta sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu og því ekki hægt að þvinga aðilana til að bera vitni eða afhenda skjöl í bandarísku dómsmáli nema framferði þeirra, ekki LIV eða annarra, sé í raun kjarni málsins,“ segir í skjali PIF.

Guardian hefur haft samband við Newcastle en ekkert svar borist. Enska úrvalsdeildin og PIF neita að tjá sig um málið.

PIF hætti upprunalega við kaupin á Newcastle árið 2020 og bar fyrir sig að ferlið hefði einfaldlega tekið of langan tíma en í október 2021 var gengið frá sölunni. Mannréttindasamtökin AMNESTY mótmæltu sölunni harðlega vegna þeirra mannréttindabrota sem eiga sér stað í landinu.

Þá er talið að Mohamed Bin Salman, krónprinsinn af Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, árið 2018, í sendiráði ríkisins í Istanbúl í Tyrklandi.

Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð í Sádi-Arabíu. Tjáningarfrelsi er skert og réttur kvenna lítill sem enginn.

Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, sagði við BBC í nóvember 2021 að ef deildin myndi finna sönnunargögn um að ríkið kæmi að rekstri félagsins þá væri deildinni heimilt að taka félagið af eigendunum.
Athugasemdir
banner
banner