Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur ekki fengið vítaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni síðan í apríl á síðasta ári.
Fabinho er sá síðasti sem tók vítaspyrnu fyrir Liverpool í deildinni en það var í 2-0 sigri á Watford á síðustu leiktíð.
Síðan þá hefur liðið spilað 32 deildarleiki og ekki fengið eina vítaspyrnu.
Liverpool hefur átt 1,138 snertingar í teig andstæðinganna á þessum tíma en þetta eru flestar snertingar sem liðið hefur átt í teig andstæðingsins án þess að fá vítaspyrnu samkvæmt gögnum frá greiningarfyrirtækinu Opta.
Michael Reid, starfsmaður Opta, birti færslu með þessum upplýsingum á Twitter í gær og fékk ágætis viðbrögð en þar minnast margir þess er Gabriel, varnarmaður Arsenal, handlék knöttinn innan teigs fyrr á þessu tímabili og þá vildi liðið fá vítaspyrnu á Max Kilman í 3-0 tapinu gegn Wolves í síðasta mánuði.
Á þessu timabili eru 163 snertingar inn í teig meðaltalið á milli vítaspyrna. Burnley fór í gegnum heilt tímabil fyrir fimm árum síðan þar sem liðið fékk ekki vítaspyrnu en þá átti liðið einungis 586 snertingar í teig andstæðingana.
Liverpool have gone 32 games without a penalty in the Premier League.
— Michael Reid (@michael_reid11) March 1, 2023
They've had 1,138 touches in the opp box in this run.
That's the most touches in the box any side has ever had over a run of Premier League games without getting a single penalty on Opta's records. #LFC
Athugasemdir