Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. mars 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Thiago Silva: Brandari að Alvarez sé í sjöunda sæti
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Google / UOL

Thiago Silva, lykilmaður í liði Chelsea og fyrirliði brasilíska landsliðsins, er ekki sáttur með að Julian Alvarez, framherji Manchester City og Argentínu, hafi verið í sjöunda sæti í vali FIFA á besta leikmanni ársins 2022.


Alvarez er aðeins 23 ára gamall og var keyptur til Man City síðasta sumar eftir að hafa gert flotta hluti með River Plate og rutt sér leið inn í argentínska landsliðið.

Hann varð heimsmeistari með Argentínu í Katar þar sem hann skoraði fjögur mörk í sjö leikjum en Thiago Silva telur það ekki vera nóg til að komast svo hátt á lista FIFA.

Þessa skoðun sína lét brasilíski varnarmaðurinn í ljós með ummælum á Instagram, þar sem hann tjáði sig undir færslu sem gagnrýndi sjöunda sæti Alvarez á lista yfir bestu fótboltamenn heims. Þar skrifaði Silva „hvílíkur brandari" undir færslunni.

Silva sjálfur fékk kosningarétt í atkvæðagreiðslunni og kaus liðsfélaga sinn Neymar sem besta fótboltamann heims. Alvarez endaði fyrir ofan brasilísku landsliðsmennina Neymar og Vinicius Junior.

Landsliðsþjálfarar, fyrirliðar, stuðningsmenn og sérvaldir fréttamenn fá kosningarétt í atkvæðagreiðslu FIFA um besta fótboltamann heims á hverju ári og telja atkvæði hvers hóps til 25% lokaútkomunnar.

1. Lionel Messi - 52 stig
2. Kylian Mbappé - 44 stig
3. Karim Benzema - 34 stig
4. Luka Modric - 28 stig
5. Erling Haaland - 24 stig
6. Sadio Mané - 19 stig
7. Julian Álvarez - 17 stig
8. Achraf Hakimi - 15 stig
9. Neymar - 13 stig
10-11. Kevin De Bruyne  - 10 stig 
10-11. Vinicius Junior - 10 stig
12. Robert Lewandowski - 7 stig
13. Jude Bellingham - 3 stig
14. Mohamed Salah - 2 stig


Athugasemdir
banner
banner
banner