Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. mars 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Toney sakar enska fótboltasambandið um upplýsingaleka
Ivan Toney
Ivan Toney
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ivan Toney, framherji Brentford á Englandi, hefur sakað enska fótboltasambandið um að leka upplýsingum í fjölmiðla en hann birti yfirlýsingu á Instagram seint í gær.

Toney var kærður fyrir 232 brot á veðmálareglum í nóvember og var síðan 30 brotum bætt við kæruna undir lok síðasta árs.

Hann hefur játað nokkur brot en aganefnd á enn eftir að yfirheyra hann.

Enskir miðlar birtu á dögunum að Toney væri líklega á leið í sex mánaða bann frá fótbolta en það kom framherjanum, sem hefur skorað 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, í opna skjöldu, enda var honum tjáð að þetta væri trúnaðarmál. Sakar hann því sambandið um upplýsingaleka.

„Ég var í áfalli og um leið vonsvikinn að sjá vangaveltur fjölmiðla í gær og í dag um rannsóknarferli enska fótboltasambandsins sem varðar mig eftir að mér var sagt af sambandinu að þetta yrði gert í trúnaði þar til ákvörðun myndi liggja fyrir,“ skrifaði Toney á Instagram.

„Það er sérstaklega erfitt fyrir mig að lesa það að enska fótboltasambandið er að segja það að það eigi að setja mig í sex mánaða bann frá fótbolta áður en yfirheyrslan fer fram og það veldur mér áhyggjum varðandi ferlið.“

„Lögfræðingar mínir ætla að fara fram á að það verði gerð rannsókn á upplýsingaleka þar sem þetta er í annað sinn sem fréttir hafa birst í blöðunum en síðast var það rétt fyrir valið á enska landsliðshópnum fyrir HM.“

„Mér er áfram sagt að rannsóknin sé trúnaðarmál og því get ég ekki tjáð mig frekar. Ég mun halda áfram að einbeita mér að fótboltanum,“ skrifaði Toney.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner