banner
   fim 02. mars 2023 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Helgi til Færeyja (Staðfest)
Viktor Helgi Benediktsson.
Viktor Helgi Benediktsson.
Mynd: AB Argir
Miðjumaðurinn Viktor Helgi Benediktsson er búinn að skrifa undir samning við AB Argir í Færeyjum.

Hann mun leika í Færeyjum á tímabilinu sem er að hefjast núna um helgina. Fyrsti leikur hjá AB Argir er gegn EB/Streymur á útivelli á sunnudaginn.

„Ég er spenntur fyrir næsta kafla á ferlinum og ég get ekki beðið eftir því að helgin fari af stað um helgina," segir Viktor í færslu á samfélagsmiðlum.

Viktor er 24 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn í FH en hann hefur leikið í meistaraflokkum HK og ÍA hér á landi.

Hann hefur síðustu ár spilað með Villanova Wildcats í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og einnig hjá Stord í Noregi, en fer núna til Færeyja og tekur tímabilið þar. AB Argir endaði í áttunda sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner