Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Lippi um Zidane: Ég var agndofa
Mynd: Getty Images
Marcello Lippi, fyrrum þjálfari ítalska landsliðsins, ræddi um sigur Ítalíu á HM 2006 við ítölsku útvarpsstöðina Rai Radio í dag en hann er þessa stundina í sóttkví vegna kórónaveirunnar.

Lippi þjálfaði landsliðið tvisvar á ferlinum en hann tók við liðinu eftir EM 2004 og stýrði liðinu til sigurs á HM í Þýskalandi árið 2006 eftir magnaðan úrslitaleik gegn Frökkum.

Hann hætti eftir mótið en tók síðan aftur við tveimur árum seinna og fór með liðið á HM 2010 en liðið datt óvænt út í riðlakeppninni eftir að hafa tapað fyrir Slóvakíu og gert jafntefli við Paragvæ og Nýja-Sjáland.

Hann stýrði þá félögum á borð við Juventus, Inter og Napoli en hann var síðast að þjálfa kínverska landsliðið.

„Ég horfði á alla leikina frá HM 2006 og alla þá úrslitaleiki sem ég tók þátt í sem þjálfari. Ég hef nú verið þátttakandi í nokkrum úrslitaleikjum og heppnin var ekki alltaf með manni en það að komast í úrslitaleik er alltaf mikilvægt stig á ferlinum," sagði Lippi.

Hann hefur tvívegis verið þjálfari Juventus, fyrst frá 1994 til 1999 og svo aftur frá 2001 til 2004. Árið 2003 fór Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en tapaði fyrir AC Milan í vítakeppni og hann hugsar enn um þann leik.

„Versta stund mín á ferlinum var sennilega úrslitaleikurinn í Manchester gegn Milan þegar við töpuðum í vítakeppni. Ég fæ óbragð í munninn við að hugsa um það"

Úrslitaleikur Ítalíu gegn Frakklandi er þá ein besta stund sem hann hefur upplifað en hann var í losti yfir hegðun Zinedine Zidane í leiknum en hann skallaði Marco Materazzi, varnarmann Ítalíu, í bringuna og uppskar rautt spjald.

„Ég var skelkaður yfir þessari hegðun hjá Zidane. Ég vann með honum hjá Juventus og hann er frábær manneskja. Hann er hógvær og klár," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner