Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 02. apríl 2021 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliðaband Ronaldo seldist á tæpar 10 milljónir
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, landsliðsfyrirliði Portúgal, brjálaðist að leikslokum eftir 2-2 jafntefli í Serbíu.

Ronaldo virtist hafa skorað sigurmarkið í uppbótartíma en það ekki dæmt gilt vegna þess að dómarinn taldi knöttinn ekki hafa farið yfir línuna. Endursýningar sýndu þó að knötturinn fór líklegast allur yfir en engin marklínutækni var notuð í leiknum.

Ronaldo brjálaðist og kastaði fyrirliðabandinu á jörðina áður en hann gekk af velli.

Serbar héldu því fyrirliðabandi Ronaldo og settu það á uppboð til styrktar langveiku barni sem þarf fleiri hundruði milljóna króna til að berjast við veikindin.

Bandið seldist á tæplega 64 þúsund evrur, sem samsvara tæpum 10 milljónum íslenskra króna. Serbneskur veðbanki keypti armbandið.
Athugasemdir
banner
banner