Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 02. apríl 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óliver Steinar fór í æfingaferð með Haukum
Óliver Steinar Guðmundsson.
Óliver Steinar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Miðjumaðurinn efnilegi Óliver Steinar Guðmundsson fór nýverið með Haukum í æfingaferð til Spánar.

Óliver er samningsbundinn Val en er að leita sér að nýju félagi fyrir komandi keppnistímabil. Möguleiki er á því að hann snúi aftur í Hafnarfjörðinn, þar sem hann ólst upp.

Óliver Steinar, sem verður tvítugur á árinu, samdi við Val fyrir síðasta sumar eftir dvöl hjá Atalanta á Ítalíu.

Óliver er uppalinn hjá Haukum - eins og áður segir - en hann fór til Atalanta eftir sumarið 2020 og lék þar með unglingaliðum félagsins.

Miðjumaðurinn kom við sögu í einum leik með meistaraflokki Vals síðasta sumar en hann byrjaði í 4-1 sigri liðsins gegn RB í Mjólkurbikarnum.

Hann spilaði mestmegnis með 2. flokki á síðasta ári en stefnir á það að spila meistaraflokksbolta í sumar og líklegt er að hann fari frá Val.


Athugasemdir
banner
banner
banner