Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 02. maí 2021 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Bale með þrennu í öruggum sigri Tottenham
Þrenna!
Þrenna!
Mynd: EPA
Tottenham 4 - 0 Sheffield Utd
1-0 Gareth Bale ('36 )
2-0 Gareth Bale ('61 )
3-0 Gareth Bale ('69 )
4-0 Son Heung-Min ('77 )

Tottenham vann öruggan sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sheffield United er nú þegar fallið úr deildinni og liðið hefur í raun verið algjört fallbyssufóður á tímabilinu eftir að hafa verið spútniklið deildarinnar í fyrra.

Tottenham braut ísínn þegar Gareth Bale skoraði á 36. mínútu. Hann lyfti boltanum yfir Aaron Ramsdale eftir sendingu frá Serge Aurier. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Spurs.

Bale var í stuði í seinni hálfleiknum. Son skoraði fyrst en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Bale skoraði löglegt mark eftir frábæra skyndisókn eftir rúmlega klukkutíma leik. Hann fullkomnaði svo þrennu sína á 69. mínútu. Hann tók golffagn eftir að hann skoraði þriðja markið enda er Bale mikill golfari.

Son innsiglaði sigurinn á 77. mínútu leiksins með frábæru skoti. Lokatölur 4-0, mjög svo sannfærandi sigur Tottenham.

Tottenham er komið upp í fimmta sæti og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. Sheffield United er eins og áður kom fram fallið úr deildinni.

Önnur úrslit í dag:
England: Sannfærandi sigur Arsenal
Athugasemdir
banner
banner